...en!
Ég er alger sökker fyrir glossum og þau eru örugglega í kringum 40 stk sem ég á.
Það nýjasta í safninu keypti ég um daginn, Pulp Action frá Bourjois.
Þetta er svona "varastækkunar" gloss og þar sem ég er með frekar þunna efrivör er ég alltaf ginnkeypt fyrir svoleiðis vöru. Fæstar þeirra virka svosem en ég er alltaf til í að reyna.
Allavega, ég s.s mátaði það í búðinni og labbaði einn hring og fann á meðan að glossið hitaði aðeins varirnar. Ok, það var þá allavega að virka eitthvað, svo ég ákvað bara að kaupa mér glossið.
Ég er að segja ykkur það, þetta er uppáhaldsglossið mitt!! Ég er eins og falleg lítil önd með þetta gloss. Sextán hundruð kall (sem er alveg nóg, en fyrir svona vara þynnildi eins og mig þá er þetta klink ;)) Það er svona fallega föl/varableikt á litinn.
Lítur svona huggulega út:
Tuesday, June 9, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment