Tuesday, June 9, 2009

Ókeypis einkaþjálfari?

Ég þarf eins og flestir að hreyfa mig en mér hefur alltaf fundist það vera svolítið kvöð.
Ég hef örugglega eytt (ég þori varla að viðurkenna það) tugum ef ekki hundruðum þúsunda í ónotuð árskort (styrktaraðili líkamsræktarstöðva) í gegnum tíðina.

En nú er kreppa. Og ég hef nýlosnað úr líkamsræktarkortar prísundinni en þarf samt að hreyfa mig reglulega og finnst göngutúrar og skokk ekkert sérstaklega spennandi og ekkert sérlega fjölbreytt heldur.

Þá fór ég hugsa um æfingamyndbönd. Og ég komst að því að uppáhaldstöffarinn minn úr sjónvarpi, Jillian Michaels ( þeir sem hafa einhverntíma fylgst með Biggest loser vita hver sú gella er) hefur framleitt nokkuð líkamsræktarvídjó.
Þau eru hægt að panta af netinu (en þeir allra hörðustu eins og undirrituð notaði *hvísl* ólöglegt niðurhal *hvísl*)
Þetta er ekkert smáræðis púl líka, hún útskýrir vel hvað maður er að gera, á að gera og ekki gera. Hún peppar mann upp eins og besti einkaþjálfari og fyrir aaaaðeins minna en kostar að fá sér einn. Til þess að toppa dæmið fór ég í Hreysti og splæsti í 4kg handlóð fyrir tæplega fjögur þúsund kall og tja, nei þau eiga aldrei eftir að renna út, fann svo gamalt sippuband með legum sem ég fékk í sumargjöf þegar ég var 9 ára og virkar enn svona fínt.

Ef ég kveiki ekki á Jillian, tapa ég engum krónum. Það er svo einfalt, auk þess sem ég get æft allan sólarhringinn ef mér sýnist án þess að fara útúr húsi.
Til þess að vera ómótstæðilegar og dásamlegar verðum við víst að hugsa um að rækta líkamann líka.
"Gúgglið" hana bara og skoðið hvað hún hefur gert. Farið á Ebay, Amazon eða mininova og þið eigið eftir að finna fullt :)




















Nýja besta vinkona mín...

2 comments:

  1. Skemmtilegt bloggið þitt gott að fá góð og ódýr ráð:)
    Og Jillian er snilld, á bók eftir hana

    Kv
    Árný

    ReplyDelete
  2. Mig langar að segja þér þetta, það var móðir mín, sem kynnti mér lækninn þegar hún komst að því að ég átti svo mikið vandræði í hjónabandinu, sagði hún mér þá að hann hafi hjálpað henni svo mikið að það var þess vegna að ég hafði samband við hann til að vera hélt að hann leysti líka vandamálið frá því þá er ég reiðubúinn að ég lofa því að ég muni halda áfram að deila vitnisburðinni og ef einhver er þarna úti í gegnum sambandi við erfiðleika ætti að hafa samband við DR JAZAZA með tölvupósti sínu: drjazazasolution @ gmail.com eða WhatsApp +1(209)837-3537
    Hann sérhæfir sig einnig í eftirfarandi vandræðum
    (1) Ef þú vilt þinn fyrrverandi bakvörður.
    (2) ef þú hefur alltaf slæmt drauma.
    (3) Þú vilt vera kynnt á skrifstofunni þinni.
    (4) Þú vilt konur / menn að keyra eftir þér.
    (5) Ef þú vilt barn
    (6) Þú vilt vera ríkur.

    ReplyDelete