Friday, June 12, 2009

Niðurstöður úr könnun "Notar þú tannþráð"?

Ég verð að segja að ég er frekar hissa á þessum niðurstöðum sem komu úr þessari litlu könnun minni.
Af þeim 53 aðilum sem kusu varð þetta niðurstaðan.

5% Notar tannþráð daglega
24% Notar tannþráð nokkrum sinnum í viku
56% Nota tannþráð sjaldan
og heil 13% Nota aldrei tannþráð.

Þetta þykja mér frekar sláandi niðurstöður þar sem notkun tannþráðar er afskaplega mikilvægt atriði í tannumhirðu.
Ég viðurkenni það fullvel að ég var hundlöt við þetta. Gerði þetta aldrei. Svo fékk ég með stuttu millibili 3 litlar skemmdir sem tannlæknirinn minn rak beint til skorts á notkun tannþráðar. Þær voru nefnilega allar staðsettar á milli tannana. Hann sagði einfaldlega við mig að ég hefði mátt koma í veg fyrir þetta bara með því að nenna að nota tannþráð, tannbursti væri einfaldlega ekki nóg og tannþráður næði til staða sem burstinn kemst ekki á.
Þrátt fyrir það var ég lengi að koma þessu upp í vana en síðan þá, fengið bara eina pínkulitla skemmd 7, 9,13...

Þetta er fróðleg lesning: Leiðbeiningar fyrir notkun tannþráðar

Takið upp þráðinn elsku vinkonur, kostar minna en ferðirnar til tannlæknisins, tekur enga stund og svo eru hreinar, fallegar tennur algert lykilatriði í skvísuskap :D

1 comment:

  1. Mig langar að segja þér þetta, það var móðir mín, sem kynnti mér lækninn þegar hún komst að því að ég átti svo mikið vandræði í hjónabandinu, sagði hún mér þá að hann hafi hjálpað henni svo mikið að það var þess vegna að ég hafði samband við hann til að vera hélt að hann leysti líka vandamálið frá því þá er ég reiðubúinn að ég lofa því að ég muni halda áfram að deila vitnisburðinni og ef einhver er þarna úti í gegnum sambandi við erfiðleika ætti að hafa samband við DR JAZAZA með tölvupósti sínu: drjazazasolution @ gmail.com eða WhatsApp +1(209)837-3537
    Hann sérhæfir sig einnig í eftirfarandi vandræðum
    (1) Ef þú vilt þinn fyrrverandi bakvörður.
    (2) ef þú hefur alltaf slæmt drauma.
    (3) Þú vilt vera kynnt á skrifstofunni þinni.
    (4) Þú vilt konur / menn að keyra eftir þér.
    (5) Ef þú vilt barn
    (6) Þú vilt vera ríkur.

    ReplyDelete