Saturday, September 26, 2009

Ekki þó alfarin...

Æ afsakið mig, búið að vera svolítið mikið að gera eftir sumarfríið og ekki gefið mér neinn tíma í að blogga.
Pjattið er jú enn á sínum stað og alltaf að fylgjast með, þó maður hafi ekki alveg efni á því að prófa það nýjasta (jú, sumir eru ekki sponsoraðir *hóst*)
En örvæntið ekki!
Prófaði eitt nýtt! Og hvað annað en maskara?
Ég hef alveg sagt ykkur hvað ég er svag fyrir möskurum og finnst alveg möst að prófa sem flesta og leitin að hinum eina sanna stendur enn yfir þó nokkrir standi uppúr hvað varðar verð og gæði.
Allavega, þá var Maybelline að kynna nýjan maskara um daginn, Lash Stiletto.



Þessi finnst mér ágætur og á fínu verði.
Hann lengir svakalega en þykkir ekkert sérstaklega nema að maður kunni að setja maskara almennilega á (jú það er kúnst sem þarf að læra, eiginlega ekki hægt að segja að maskari sé rusl og geri ekkert fyrir mann nema að maður kunni með burstann að fara)
Ég er sátt við hann en þarf að fara alveg 2-3 umferðir og passa að nota maskaragreiðu (eða hreinan maskarabursta af gömlum maskara) til þess að greiða úr augnhárunum. Vel þess virði að prófa ef augnhárin eru stutt og þurfa lyftingu/lengingu!

Annars vil ég minna allar konur sem þetta lesa á að núna um helgina eru Tax free dagar. Ég geymi yfirleitt öll snyrtivörukaup á milli Tax free helga. Það munar alveg um þennan 20% afslátt sem þessir dagar veita.
Tax free dagarnir eru yfirleitt bæði í Hygeu og Hagkaup á sama tíma svo endilega notið tímann núna til þess að versla, svo er ekkert vitlaust að kippa með sér einni eða tveimur jólagjöfum. Alveg minna en 100 dagar í jól! ;)

Það verður örugglega styttra þangað til næst, Ég lofa!!

P.s Takk fyrir póstana sem ég hef fengið! *knús*