Saturday, June 20, 2009

Kryddlegin Hjörtu

Ég uppgötvaði þennan veitingastað fyrir viku síðan. Hafði oft keyrt þarna framhjá en aldrei litið inn. Eitthvað svo fallegt nafn líka.

Á laugardaginn síðasta dró ég manninn minn þangað rétt eftir hádegið, huggulegasti staður mjög vel staðsettur í bænum, er á Skúlagötunni með dásamlegt útsýni yfir sjóinn og Esjuna.

Við hittum fyrir eiganda staðarins sem jafnframt er kokkurinn á staðnum. Hún fór yfir það sem í boði var. Við gátum valið á milli fjögurra tegunda af súpum, þarna var salatbar sem hún útskýrði vel hvað innihélt auk þess er boðið upp á brauð sem bakað er úr spelti og íslensku bankabyggi og með því býður hún upp á heimalagað hummus og hvítlaukssmjör.
Settumst niður eftir að hafa valið okkur súpu og sett salat og brauð á disk.

Himnasæla. Í einu orði sagt.
Í salatbarnum sem á ekkert sameiginlegt með þeim sem finnst í Hagkaup og öðrum stórmörkuðum var að finna allskonar lífrænt dótarí og salöt. Fræblandan er fullkomin yfir ásamt fetaosti. Smakkaði hjá henni kókos-karrý kjúklingasúpuna líka þarna fyrir viku. Hét henni því að ég kæmi fljótt aftur og jú, ég fór aftur í dag.
Af hverju? Jú, mig hafði dreymt um þetta blessaða brauð og hummus í HEILA VIKU!
Aldrei smakkað betra brauð og betra hummus.
Smakkaði líka í dag Sjávarréttasúpuna sem fer með mann til himna og aftur til baka.
Í þessum mat er fullt af ást og hlýju og maður finnur það. Hélt reyndar að það væri ekki hægt en þarna var það afsannað.

Og hvað borgar maður fyrir þetta dásamlega lífræna hlaðborð? 1390.- fyrir herlegheitin í hádeginu og þúsundkall ef maður vill taka með sér heim.

Ég vil taka það fram að ég hef engra hagsmuna að gæta, fannst bara að ég yrði að láta aðra vita af þessum stað. Þvílíkt yndi.
Örugglega frábært fyrir vinkonur að hittast þarna í hádeginu, í dag fór ég reyndar bara ein, borðaði í rólegheitunum og las Moggann. Bara dásamlegt.

Vel nærð kona er klárlega falleg kona ;)

4 comments:

  1. Þakka þér fyrir skemmtilegt blogg sem gaman er að fylgjast með, margar góðar ábendingar. Ég má til með að benda þér á íslenska vöru sem ég er nýbúin að uppgötva og hefur reynst vandamála húð minni rosalega vel og er ódýrt í þokkabót - heitir pensím og fæst í apótekum.

    ReplyDelete
  2. Ahh, frábært, takk fyrir það.
    Ég hef heyrt ansi mikið um pensímið en ekki prófað það sjálf. Hugsa að ég fari að splæsa í þessa undravöru og prófa hana á eigin skinni :)
    Kv. Bella

    ReplyDelete
  3. ég verð bara að segja þér að þú ert snillingur!!
    Ég er einmitt rosalegt snobb þegar kemur að málningardótinu mínu og hef sennilega spanderað meira í fínu merkin en góðu hófi gegnir. En núna eru breyttir tímar og ég bara hef ekki efni á að kaupa mér lengur meik frá mac og maskara frá bobbi brown og var alveg í vandræðum með þetta þegar ég datt niður á síðuna þína. Ég er búin að kaupa mér tvær vörur sem þú hefur skrifað um og þær eru báðar alveg hreint frábærar!
    Ég fylgist spent mér að sjá hvaða gullmola þú grefur upp næst :)

    ReplyDelete
  4. Mig langar að segja þér þetta, það var móðir mín, sem kynnti mér lækninn þegar hún komst að því að ég átti svo mikið vandræði í hjónabandinu, sagði hún mér þá að hann hafi hjálpað henni svo mikið að það var þess vegna að ég hafði samband við hann til að vera hélt að hann leysti líka vandamálið frá því þá er ég reiðubúinn að ég lofa því að ég muni halda áfram að deila vitnisburðinni og ef einhver er þarna úti í gegnum sambandi við erfiðleika ætti að hafa samband við DR JAZAZA með tölvupósti sínu: drjazazasolution @ gmail.com eða WhatsApp +1(209)837-3537
    Hann sérhæfir sig einnig í eftirfarandi vandræðum
    (1) Ef þú vilt þinn fyrrverandi bakvörður.
    (2) ef þú hefur alltaf slæmt drauma.
    (3) Þú vilt vera kynnt á skrifstofunni þinni.
    (4) Þú vilt konur / menn að keyra eftir þér.
    (5) Ef þú vilt barn
    (6) Þú vilt vera ríkur.

    ReplyDelete