Thursday, June 18, 2009

Handsnyrting fyrir lítið

Ég er ekkert sérstaklega hrifin af gervilegum löngum nöglum með french manicure. Þetta er rándýrt, óþægilegt og sérlega gálulegt. Mér finnst miklu fallegra að vera með stuttar vel snyrtar neglur og jafnvel með einhverju fallegu lakki.
Í tískuheiminum er enginn með svona *hvísl* gleðikonuneglur, þær sjást einungis á Playboy kanínum og mjög appelsínugulum smástelpum.

Mér finnst alltaf svo huggulegt að dúlla mér við þetta að kvöldi til, með góða mynd í tækinu, maska í andlitinu og í fallegum slopp.

1. Byrjið á því að fjarlægja gamalt naglalakk, notið acetone lausan naglalakkseyði, hann fer betur með neglurnar.
2. Þjalið neglurnar í það form sem þið kjósið, það sem mér finnst persónulega fallegast er að hafa þær frekar stuttar og vel mótaðar. Þjalið alltaf í eina átt í stað þess að juða þjölinni fram og til baka. Það fer sérstaklega illa með neglurnar.
3. Setjið volgt vatn í skál með mildri sápu, dýfið fingurgómunum ofan í og bíðið í nokkrar mínútur, þetta mýkir naglaböndin.
4. Ég nota þjöl sem er í nokkrum „hlutum“, nota grófasta hlutann til þess að móta neglurnar, næst grófasta til þess að pússa þær að ofan, númer þrjú sem er ennþá fínni og pússar nánast ekkert heldur dregur fram olíuna sem er til staðar í nöglunum og að síðustu pólera ég neglurnar. Þá glansa þær svakalega fínt og ég sé náttúrulega olíuna koma fram og næra nöglina.
5. Penslið naglabandakremi (má alveg nota dropa af ólífuolíu) í örlitu magni yfir naglaböndin og nuddið vel, ýtið naglaböndunum upp með þar til gerðu naglapriki.
6. Setjið á ykkur góðan handáburð og nuddið vel höndunum saman.
7. Þurrkið aðeins yfir neglurnar með eldhúspappír til þess að fjarlægja umfram olíu af nöglunum.
8. Penslið naglagrunni yfir neglurnar, þetta er til þess að vernda nöglina og fylla upp í ójöfnur ef einhverjar eru. Naglalökk eiga það til að lita neglurnar.
9. Finnið uppáhalds litinn ykkar og berið á tvö lög. Byrjið á að pensla beint yfir nöglina miðja og svo til hliðanna. Gefið ykkur góðan tíma fyrir lakkið að þorna.
10. Berið á yfirlakk. Ég geri það sjaldnast, en lakkið endist lengur ef ég geri það.

1 comment:

  1. Mig langar að segja þér þetta, það var móðir mín, sem kynnti mér lækninn þegar hún komst að því að ég átti svo mikið vandræði í hjónabandinu, sagði hún mér þá að hann hafi hjálpað henni svo mikið að það var þess vegna að ég hafði samband við hann til að vera hélt að hann leysti líka vandamálið frá því þá er ég reiðubúinn að ég lofa því að ég muni halda áfram að deila vitnisburðinni og ef einhver er þarna úti í gegnum sambandi við erfiðleika ætti að hafa samband við DR JAZAZA með tölvupósti sínu: drjazazasolution @ gmail.com eða WhatsApp +1(209)837-3537
    Hann sérhæfir sig einnig í eftirfarandi vandræðum
    (1) Ef þú vilt þinn fyrrverandi bakvörður.
    (2) ef þú hefur alltaf slæmt drauma.
    (3) Þú vilt vera kynnt á skrifstofunni þinni.
    (4) Þú vilt konur / menn að keyra eftir þér.
    (5) Ef þú vilt barn
    (6) Þú vilt vera ríkur.

    ReplyDelete