Wednesday, June 3, 2009

Dásamlegt litað dagkrem!

Ég hef notað þetta krem ansi lengi og mest á sumrin á sumrin.
Það hylur aðeins en gefur góðan lit, er ekki of bleikt og ekki of gult, sem telst vel af sér vikið fyrir svona ódýrari vörur.
Það er olíulaust en gefur samt fínan raka og er því mjög hentugt eitt og sér fyrir feita húð en yfir annað dagkrem fyrir normal/þurra húð. Einnig er þetta krem með UVA/UVB filter sem ver húðina fyrir skaðlegum geislum sólarinnar.

Á sumrin vil ég ekki hylja húðina neitt sérstaklega mikið og þá er þetta krem alveg tilvalið.
Held að ég hafi keypt það í Bónus en er örugglega til allstaðar þar sem Nivea er selt, verðið hefur nú örugglega breyst síðan ég keypti mitt en það var töluvert innan við þúsundkallinn þá en er ábyggilega eitthvað í kringum hann núna eða rétt yfir.

Þetta krem sem ég tala um er þetta hérna:












Nivea Visage Young!

Þeir voru hinsvegar að breyta eitthvað umbúðunum sínum og umbúðirnar gætu litið svona út (keypti mitt síðasta í fyrrasumar)













Alveg þess virði að prófa, fyrirtaks kreppukrem!

(Eitt enn, hef stundum verið að nota Kanebo- Instant natural Golden Glow. Rááándýrt krem en alveg frábært. Hinsvegar kemst þetta Nivea litaða dagkrem ansi nálægt því að vera staðgengill þess þegar maður er að hugsa um aurana sína!)

2 comments:

  1. Ætla pottþétt að prófa þetta krem ! Takk :)

    ReplyDelete
  2. Mig langar að segja þér þetta, það var móðir mín, sem kynnti mér lækninn þegar hún komst að því að ég átti svo mikið vandræði í hjónabandinu, sagði hún mér þá að hann hafi hjálpað henni svo mikið að það var þess vegna að ég hafði samband við hann til að vera hélt að hann leysti líka vandamálið frá því þá er ég reiðubúinn að ég lofa því að ég muni halda áfram að deila vitnisburðinni og ef einhver er þarna úti í gegnum sambandi við erfiðleika ætti að hafa samband við DR JAZAZA með tölvupósti sínu: drjazazasolution @ gmail.com eða WhatsApp +1(209)837-3537
    Hann sérhæfir sig einnig í eftirfarandi vandræðum
    (1) Ef þú vilt þinn fyrrverandi bakvörður.
    (2) ef þú hefur alltaf slæmt drauma.
    (3) Þú vilt vera kynnt á skrifstofunni þinni.
    (4) Þú vilt konur / menn að keyra eftir þér.
    (5) Ef þú vilt barn
    (6) Þú vilt vera ríkur.

    ReplyDelete