Sunday, June 14, 2009

Nýtt meik!

Um helgina voru TAX free dagar í Hagkaup og af því að ég var búin að ákveða að splæsa í nýtt meik þegar þeir yrðu næst fór ég í dag og skoðaði úrvalið. Ég hef alltaf verslað meik í MAC svo ég vissi eiginlega ekki alveg hvað ég var að fara út í.

Það er dálítill frumskógur að velja sér meik úr ódýrari línunum, svo margt í boði. Þessi merki; Nivea, Maybelline, Gosh, Bourjois ofl. bjóða öll upp á nokkrar gerðir svo maður þarf að gefa sér ansi góðan tíma þegar maður er ekki alveg klár á því hverju maður leitar eftir.

Ég er með blandaða húð, fæ stundum eina og eina bólu. Glansandi T svæði, þurrar kinnar og frekar stórar svitaholur á kinnunum nálægt nefinu.
Eftir nokkrar skoðunarferðir og leit fann ég það sem ég hafði leitað að:
Fljótandi, olíulaust, með SPF 15, ilmefnalaust, rakagefandi og PUMPU! (En það finnst mér afar mikilvægur fídus) Það þekur vel, en er létt samt.

Þetta er gripurinn:












MAYBELLINE, Pure liquid mineral foundation.

Þetta er kannski frekar dýrt á ódýra merkja skalanum en samt, allt hefur hækkað svo mikið að ég get ekki annað en verið sátt. Fyrir afslátt var þetta á 3499.- en með afslætti eitthvað í kringum 2800.-

Lestu meira um vöruna HÉR!

6 comments:

  1. takk fyrir frábær ráð, ég er búin að fá margar góðar hugmyndir frá þér :)

    ReplyDelete
  2. Snilldar síða, komin í favorites!! :-)

    ReplyDelete
  3. Frábær síða hjá þér! Það versta er að nú geri ég ekki annð en að kaupa snyrtivörur!!!!!!!

    ReplyDelete
  4. Hahahah góð! ;)
    Takk stelpur! Gaman að fá svona pepp :)

    ReplyDelete
  5. Keypti þetta meik í gær og er rosa ánægð, nú er ég ekki bara með fína húð heldur líka falleg augnhár með þinni aðstoð :) Hlakka til að prófa fleira sem þú mælir með.

    ReplyDelete
  6. Mig langar að segja þér þetta, það var móðir mín, sem kynnti mér lækninn þegar hún komst að því að ég átti svo mikið vandræði í hjónabandinu, sagði hún mér þá að hann hafi hjálpað henni svo mikið að það var þess vegna að ég hafði samband við hann til að vera hélt að hann leysti líka vandamálið frá því þá er ég reiðubúinn að ég lofa því að ég muni halda áfram að deila vitnisburðinni og ef einhver er þarna úti í gegnum sambandi við erfiðleika ætti að hafa samband við DR JAZAZA með tölvupósti sínu: drjazazasolution @ gmail.com eða WhatsApp +1(209)837-3537
    Hann sérhæfir sig einnig í eftirfarandi vandræðum
    (1) Ef þú vilt þinn fyrrverandi bakvörður.
    (2) ef þú hefur alltaf slæmt drauma.
    (3) Þú vilt vera kynnt á skrifstofunni þinni.
    (4) Þú vilt konur / menn að keyra eftir þér.
    (5) Ef þú vilt barn
    (6) Þú vilt vera ríkur.

    ReplyDelete