Tuesday, June 16, 2009

10 fæðutegundir sem stuðla að auknu hreysti og fegurð

1. Villtur lax: Frábær uppspretta Omega 3 fitusýra sem koma í veg fyrir roða og bólgur, hrukkur og stuðla að þéttari áferð húðarinnar. Inniheldur einnig andoxunarefni, D og B vítamín.
2. Fituskert jógúrt: Í einu orði sagt, kalk! Gott fyrir beinin, tennurnar og neglur.
3. Ostrur: Besta uppspretta Sinks. Sink hjálpar til við að byggja upp kollagen sem hjálpar svo hinsvegar til við uppbyggingu húðarinnar og flýtir fyrir endurnýjun.
4. Bláber: Skellið ykkur í berjamó og úðið í ykkur fersk berin strax og frystið svo! Stútfull af andoxunarefnum sem hjálpa til við að koma í veg fyrir hrörnum fruma.
5. Kiwi: Önnur frábær uppspretta andoxunarefna, auk þess að vera stútfull af C-vítamíni og Kalíum sem einnig koma í veg fyrir hrukkumyndun.
6. Sætar Kartöflur: Fullar af Beta-Karótíni (appelsínuguli liturinn sem einnig finnst í gulrótum og kantalópum) sem er efni sem líkaminn breytir í A vítamín sem hjálpar til við að halda húðinni mjúkri og þykir gefa vörn gegn skaðlegum geislum sólarinnar.
7. Spínat: Þessi græna næringarsprengja inniheldur mikið magn af lútíni sem verndar augun auk þess að innihalda einnig karótín eins og sætu kartöflurnar.
8. Tómatar: Meiriháttar ávextir (sumir segja grænmeti, ég segi ávextir) sem innihalda mikið magn af Lycopeni en það er rauði liturinn í tómötunum. Þykir gefa góða vörn gegn sólbruna auk þess sem þykir sannað að það gefi vörn gegn ákveðnum tegundum af krabbameini. En það furðulega er að það er meira magn af þessu efni í unnum afurðum tómata en í ferskum.
9. Valhnetur: Innihalda mikið magn af omega 3 fitusýrum og E vítamíni. Omega 3 fitusýrurnar í valhnetunum hjálpa til við að vinna gegn húðsjúkdómum eins og t.d Exemi og Psoriasis.
10. Dökkt súkkulaði: Einnig fullt af andoxunarefnum og öðrum næringarefnum. Veljið súkkulaði sem er með minnst 60% kakóinnihaldi. Eykur blóðflæði til húðarinnar, sem eykur rakastig húðarinnar, mýkir hana og verndar gegn sólargeislum.

Þýtt og staðfært 16.6.2009 af eiganda bloggsins www.fegurdafjarlogum.blogspot.com.

1 comment:

  1. Mig langar að segja þér þetta, það var móðir mín, sem kynnti mér lækninn þegar hún komst að því að ég átti svo mikið vandræði í hjónabandinu, sagði hún mér þá að hann hafi hjálpað henni svo mikið að það var þess vegna að ég hafði samband við hann til að vera hélt að hann leysti líka vandamálið frá því þá er ég reiðubúinn að ég lofa því að ég muni halda áfram að deila vitnisburðinni og ef einhver er þarna úti í gegnum sambandi við erfiðleika ætti að hafa samband við DR JAZAZA með tölvupósti sínu: drjazazasolution @ gmail.com eða WhatsApp +1(209)837-3537
    Hann sérhæfir sig einnig í eftirfarandi vandræðum
    (1) Ef þú vilt þinn fyrrverandi bakvörður.
    (2) ef þú hefur alltaf slæmt drauma.
    (3) Þú vilt vera kynnt á skrifstofunni þinni.
    (4) Þú vilt konur / menn að keyra eftir þér.
    (5) Ef þú vilt barn
    (6) Þú vilt vera ríkur.

    ReplyDelete