Nú hef ég verið að hugsa í allan dag um verðskyn einstaklingsins.
Það sem mér finnst kannski ódýrt finnst öðrum dýrt og öfugt. Langar svolítið til þess að kanna þetta betur, hvaða viðmið þið hafið hvað varðar snyrtivörur? Hvað eru þið tilbúnar að borga fyrir t.d eins og maskara, farða (meik) naglalakk og segjum... svartan augnblýant?
Ég er til dæmis þeirrar skoðunar að maður verði að vanda valið á farða og hyljara en kaupa jafnvel alveg það ódýrasta í öllu öðru en svo eru aðrir/aðrar mér ekki sammála og segja það skipta engu máli.
Mín rök eru einfaldlega sú að ég þoli ekkert hvað sem er og farði er sú snyrtivara sem þekur mest húðsvæði í andlitinu og er í raun grunnur fyrir allt hitt. Geislandi falleg húð er undirstaða fallegrar förðunar og þessvegna skiptir farðinn svo miklu máli. Tekur maður áhættur með húðina í andlitinu? Á maður að prófa hvað sem er?
Kannski er snobbið að fara með mig ennþá hér? Gæti verið?
Hvað finnst ykkur? Og endilega segið mér frá því hvar ykkar mörk liggja hvað varðar verðið :)
Wednesday, May 20, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Skemmtileg og áhugaverð bloggsíða sem þú ert, á pottþétt eftir að fylgjast með þér.
ReplyDeleteNúna er ég farin að hugsa öðruvísi í sambandi við snyrtivörur, kaupi minna af "óþarfa" til að prófa. Kaupi það sem ég þekki og veit að vikar vel fyrir mig. Spái miklu meira í verðið en ég gerði áður.
Kveðja
Ingibjörg
Takk fyrir áhugaverða síðu.
ReplyDeleteEf maður venur sjálfan sig á það að nota fallegan farða, sem er oftast dýr, þá vill maður helst ekkert annað. Þannig er það allavega í mínu tilfelli. Falleg húð skiptir svo miklu máli.
Ég vel fyrst og fremst góðan farða og þá aðallega því ég er ekki með svo góða húð.
Spái minnst í maskaranum sem ég nota því ég er með frekar þétt augnhár og þarf bara að fá litinn, snýst ekki mikið um fyllinguna.
Ég hugsa að konur og stelpur eyði mestu í þær snyrtuvörur sem þeim finnst vera mikilvægastar fyrir sig. Konur sem eru með mjög góða húð þurfa ekki að kaupa sér góðan farða en vilja kannski einblýna á gott gloss eða góðan maskara.
Sjálf eyði ég mest í farða, sólapúður/kinnalit og varaliti/glossa en eyði minnst í hylara og maskara.
ég myndi vilja fara milliveginn. Og ef maður er að eyða dálitlu í meik, þá má það alveg vera vel drjúgt!
ReplyDeleteNúna er ég að nota meik frá maxfactor sem er svona stifti.Og ódýrt. Og hefur fundist það fínt. En ég hef bara aldrei prófað neitt annað:) Og mér finnst eins og áferðin á húðinni gæti verið...unglegri:P
Ég myndi vilja finna eitthvað sem þekur vel, en er létt og breytir ekki áferðinni til his verra. Svo er ég með frekar ljósa húð, og flest meik eru orðin svo bleik í ljósu tónunum. Sem mér finnst ekki fallegt.
Ég held að ég sé tilbúin að eyða mestu í farða. Ég nota púðurfarða frá Kanebo og líkar hann rosalega vel. En svo er ég alveg tilbúin að kaupa mér bara einhverja ódýra augnskugga, blýanta og varaliti. En stundum á sumrin þegar ég er komin með smá lit í andlitið þá hef ég stundum notað einhver ódýr make. t.d. Lumene, af því þá finnst mér ég bara þurfa að fríska aðeins upp á mig, en ekki þekja eins mikið og mér finnst ég þurfa á veturna. Ananrs er ég komin á þann aldur að púðurfarði er kannski ekki alveg málið af því að hann dregur fram allar línur í andlitinu. En ég er búin að nota þennan farða svo lengi að ég veit bara ekki hvað ég ætti að nota í staðinn. Þannig að allar vísbendingar um gott make fyrir svona " kellingar " eins og mig væru vel þegnar.
ReplyDelete