Wednesday, May 20, 2009

2 ódýrir snilldar maskarar!

Eitt af því sem ég hef alltaf verið að berjast við eru maskarar.

Ég hef verið haldin þvílíkt alvarlegu maskarasnobbi að það jaðrar við geðveiki. Ég hef prófað allt! YSL, Dior, HR og Lancome meðal annara í dýrari merkjum og held flesta úr þessum ódýrari.
Ef ég á að fara rétt með staðreyndir þá hætti ég að kaupa ódýra maskara fyrir löngu. Af því að það var bara peningasóun að kaupa eitthvað sem var ódýrt og nota aldrei í stað þess að kaupa dýran sem entist aðeins lengur og var ánægð með.

Nóg um það.
Sá maskari sem skoraði flest stig var Helena Rubenstein, Lash Queen og hef ég keypt hann í nokkur ár. Hinsvegar er hann kominn, í 3400.- (í fríhöfninni!) og þar sem ég samviskusamlega skipti um maskara mest að þremur mánuðum liðnum þá hef ég hreinlega bara ekki samvisku í að kaupa hann lengur.
Fékk ábendingu um daginn að þessi hér væri alveg frábær:



Ákvað því að kaupa hann og prófa. Og vá! Hann er æðislegur! Og stenst fyllilega mínar kröfur um maskara, hann lengir, þykkir, helst vel á en samt auðvelt að ná af... og það besta: Verðið!
Hann er á einhver 18-1900.- í Hagkaup og þó að það megi vera dýrt (já þetta kostuðu dýrustu maskararnir ekki fyrir mjög löngu síðan) þá eru þetta hin fínustu kaup.

Hinn maskarann rakst ég á fyrir tilviljun þegar mig vantaði vatnsheldan maskara. Ég nota þá mjög sjaldan en á það til að skella smá á augnhárin (þar sem þau eru eiginlega hvít) þegar ég fer í sund. (Já og ég er mjög löt við að lita augnhár, mætti gera meira af því)
Allavega, ég fer í Hagkaup og rölti á milli standanna og finn bara þann ódýrasta í búðinni og hafði algerlega núll miklar væntingar.
Fann bláan Gosh maskara, greip hann með mér og skellti mér svo í sund. Og vá!
Hann lengir þvílíkt og rennur ekkert til . Hann er dásemlegur sem grunnur undir gula maskarann, gefur augnhárunum eitthvað "effect" þannig að þetta jaðrar við að koma út eins og gerfiaugnhár.

Mér sýnist bara á öllu að framleiðsla maskara í ódýrari merkjum hafi breyst, bilið á milli gæða hefur snarminnkað en verðbilið að sama skapi breikkað.
Ég er allavega hætt þessu merkjasnobbi í möskurum!

13 comments:

  1. Ég er alveg eins og þú með maskara. Langbestur er HR, Lash Queen, þessi með hlébarðamunstrinu. Punktur.

    En langar smá að benda á að augnhár eru ekki bara augnhár. Sumir maskarar henta einum og ekki öðrum :)

    kv E

    ReplyDelete
  2. ú líst vel á þetta blogg hjá þér :)

    keep on going ;)

    ReplyDelete
  3. sæl... ég á einmitt þennan gula maskara og hann er snilld ég er líka voða spes á maskara og notaði alltaf aðeins einn maskara en svo bara er hann hættur að fást eða hann er alltaf uppseldur allstaðar. ;( þannig að ég prufaði seinast að kaupa mér þennan gula og hann er bara góður ;)

    ReplyDelete
  4. Vá, hvað mér líst vel á þessa Maskara umræðu....ég hef einmitt alltaf keypt mér dýra maskara og er búin að vera að nota DIOR undarfarið og hann kostar litlar 4600 kr. í Hagkaup....og núna er komi tími á að kaupa nýjan og ég ætla að prófa þennan gula...ekki spurning...

    ReplyDelete
  5. Hafið þið prufað maskara frá Avon ? Það eru snilldar maskarar og sá besti kostar kr. 1395
    Mæli með Avon
    Kv. Hildur

    ReplyDelete
  6. Snilld!!
    Ég nota einmitt Lash Queen frá HR og hann er hrottalega dýr :( Ég elska hann!!
    En ég ætla klárlega að prófa þennan gula næst þegar mig vantar nýjan maskara :)

    Æðisleg síða!! Held áfram að fylgjast með ;)

    ReplyDelete
  7. Sammála Hildi með Avon maskarann hann er snilld og mjög ódýr.

    Gott framtak hjá þér með bloggið btw:) á eftir að fylgjast vel með hér:)

    ReplyDelete
  8. Snilld,ekkert smá skemmtilegt að lesa þetta hjá þér,verð sko daglegur gestur :)
    Pæjukveðjur ,Sigga sæta

    ReplyDelete
  9. Maskarar frá aveda eru góðir. Þú mættir alveg setja eitthvað um lífrænar snyrtivörur og parabenfríar snyrtivörur :)

    ReplyDelete
  10. Ég er búin að kaupa mér gula maskarann og hann er rosalega góður....frábært að fá svona ábendingar. Ég fæ ca. 2 og 1/2 svona maskara fyrir sama verð og 1 DIOR maskara. Þannig að þetta er bara snilld á þessum síðustu og verstu :-)

    ReplyDelete
  11. Ég er alveg fallinn fyrir nýja maskaranum frá Nivea í bleiku umbúðunum, ég hitti kynningardömu frá þeim í hagkaup og hún mælti með honum og ég er alveg fallinn það er komin tími á að fá mér nýjan og ég mun pottþétt kaupa þennan aftur. Hann þykkir vel og það er það sem mig vantar og svo er vatnsheldi maskarinn vatnsheldur ekki eins og ég keypti einu sinni Dior maskara á 3000 fyrir rúmlega tveim árum og átti sá að vera vatnsheldur en var það ekki fyrir 5 aura... augun á mér eru svo blaut eitthvað að ég verð að nota vatnshelda annars verð ég svört undir augunum eftir 10 mínutur

    ReplyDelete
  12. Lífrænar snyrtivörur og frábær maskari á http://www.organicnorth.is - sjálfstæður söluaðili Miessence. Konur sem leitað hafa í mörg ár að rétta maskaranum þola þennan.

    ReplyDelete
  13. Ég átti svona gulann maskara - og ég endaði á að henda honum ! Hann var ekki að gera neitt fyrir mig, rétt gerði augnhárin dekkri ! Svo er líka svo hræðileg lykt af honum að ég gat bara hreint út sagt ekki notað hann !

    ReplyDelete