Flestar okkar vilja líta vel út, án þess að eyða allt allt of miklu í það en það hafa fæstar okkar fjármagn til þess að kaupa heilu Chanel línurnar eða Kanebo, Dior, Clarins...
Því ákvað ég að stofna þetta blogg. Ekki til höfuðs neinu öðru bloggi svo það sé nú alveg á hreinu.
En í dag þurfum við svolítið að horfa í budduna okkar, og reyna að ákveða hvað er þess virði að kaupa og ekki. Því miður hefur það verið svo að ódýrari snyrtivörur hafa ekki verið nærri jafn góðar og þessar dýrari en nú hefur mér fundist það vera að breytast. Ég var merkjasnobb og keypti ekkert annað en dýr merki og hjálpi mér ef maskarinn hét ekki Dior eða Rubenstein og þetta er enn svolítið ríkjandi í mér. Þessu er ég meðvitað að reyna að breyta og ætla mér að víkka út fegurðar-sjóndeildarhringinn.
Ég ætla að reyna að finna og pósta hér inn allskonar ráðum, tipsum og umfjöllunum um ódýrar og góðar snyrtivörur.
Ég vil taka það fyrirfram að ég vinn ekki í snyrtivörugeiranum, fæ ekkert greitt og hér eru engar auglýsingar keyptar. Öll þau merki sem ég mun minnast á hér er vegna minnar eigin reynslu og mæli persónulega með.
Aðeins í lokin um mig: Ég hef verið förðunarfræðingur í 11 ár, unnið í snyrtivöruverslun og síðan ég var pínulítil haft áhuga á snyrtivörum, förðun, hári, tísku... eiginlega bara öllu sem við kemur því sem getur bætt útlit manns á einhvern hátt. Á tvö ár í þrítugt, gift og barnlaus skrifstofupía með smá frítíma aflögu.
Endilega haltu áfram að fylgjast með!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment