Saturday, May 16, 2009

Ódýrustu og bestu fegrunarráðin!

Hvernig get ég haldið áfram með þessa síðu án þess að nefna fyrst undirstöðu allar fegurðar?
Kona getur smurt á sig allskonar kremum og dótaríi en ekkert kemur í staðinn fyrir þetta tvennt.

Svefn og vatn.

Kostar ekkert.

Lykillinn er einfaldur. 8 tíma svefn og 8 glös af vatni á dag. Þetta eru eldgömul sannindi og verið mikið hamrað á þessu í gegnum tíðina en svo er eins og þetta gleymist bara? Of mikið að gera í skóla, vinnu og heimilishaldi til þess að spá í þessu.
Verið alltaf með vatnsflöskuna við hendina og farið ekki seinna að sofa en kl 23 þið sem vaknið kl 7.

Smá grein um vatnsdrykkju

Vatnið hreinsar, hressir, bætir og kætir. Og ef þú ert með slæma húð, bólur og fílapensla t.d skoðaðu þá hvað þú drekkur af vatni, ertu að drekka nóg? :)

1 comment:

  1. Það er ótrúlegt hvað maður gleymir þessu tvennu oft. Ég t.d. veit hvað svefn er góður fyrir húðina, sem er nú ekki góð hjá mér, en samt er svefninn hjá manni alltaf í tómu tjóni. Vonandi næ ég að laga þetta eitthvað yfir sumarið. Vatn drekk ég reyndar endalaust!!

    ReplyDelete