Skrúbbkrem er án efa mjög mikilvægt að eiga. Tilgangur þess að er djúphreinsa húðina og fjarlægja dauðar húðfrumur, flýtir s.s fyrir endurnýjun húðarinnar og húðin verður geislandi og mjúk á eftir.
Hinsvegar eru góð skrúbbkrem frekar dýr. Ég er ekki mikill aðdáandi t.d Nivea, keypti það í bríaríi um daginn og hefði alveg eins getað sleppt því, magn kornanna í kreminu er ekkert...
Þetta krem sem ég gerði er eiginlega best fyrir þurra til normal húð og eitt það besta sem ég hef komist í.
Þú þarft: Kókosolíu (notaði Sollu olíuna í krukkunni) og hvítan sykur. Setti í litla skál ca matskeið af olíunni og slatta af sykri. Hrærði þessu saman og makaði þessu í andlitið, nuddaði vel yfir andlitið í dágóða stund (passa samt að vera ekki of harðhentar) og skolaði með þvottapoka og volgu vatni.
Árangurinn: Mjúk og fín fyrir tíkall! ;)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Hmmm...þetta er áhugavert. Spurning um að prófa þetta :-)
ReplyDeleteég hef líka heyrt að kaffikorgur sé góður sem skrúbbur. Setja bara lítið magn í andlitssápuna og skrúbba varlega í andlitinu. Svo má maður hamast aðeins meira á kroppnum! Þá setur maður kaffið væntanlega í sturtusápuna:) Svo á kaffið að vera gott á appelsínuhúð víst. Ég hef prufað þetta og húðin verður silkimjúk!
ReplyDeleteKaffikorkur er mjög þurrkandi og er ekki æskilegur í andlit. En hinsvegar er hann mjög góður á líkamann og þá ekki síst hendur eftir óhreinindavinnu. Hægt er að nota smjörlíki eða olíu og bera á hendurnar, taka síðan kaffikorg og nudda vel.
ReplyDelete