Friday, May 22, 2009

Eitt lítið örblogg um besta og án efa ódýrasta skrúbbkremið!

Skrúbbkrem er án efa mjög mikilvægt að eiga. Tilgangur þess að er djúphreinsa húðina og fjarlægja dauðar húðfrumur, flýtir s.s fyrir endurnýjun húðarinnar og húðin verður geislandi og mjúk á eftir.

Hinsvegar eru góð skrúbbkrem frekar dýr. Ég er ekki mikill aðdáandi t.d Nivea, keypti það í bríaríi um daginn og hefði alveg eins getað sleppt því, magn kornanna í kreminu er ekkert...

Þetta krem sem ég gerði er eiginlega best fyrir þurra til normal húð og eitt það besta sem ég hef komist í.

Þú þarft: Kókosolíu (notaði Sollu olíuna í krukkunni) og hvítan sykur. Setti í litla skál ca matskeið af olíunni og slatta af sykri. Hrærði þessu saman og makaði þessu í andlitið, nuddaði vel yfir andlitið í dágóða stund (passa samt að vera ekki of harðhentar) og skolaði með þvottapoka og volgu vatni.

Árangurinn: Mjúk og fín fyrir tíkall! ;)

3 comments:

  1. Hmmm...þetta er áhugavert. Spurning um að prófa þetta :-)

    ReplyDelete
  2. ég hef líka heyrt að kaffikorgur sé góður sem skrúbbur. Setja bara lítið magn í andlitssápuna og skrúbba varlega í andlitinu. Svo má maður hamast aðeins meira á kroppnum! Þá setur maður kaffið væntanlega í sturtusápuna:) Svo á kaffið að vera gott á appelsínuhúð víst. Ég hef prufað þetta og húðin verður silkimjúk!

    ReplyDelete
  3. Kaffikorkur er mjög þurrkandi og er ekki æskilegur í andlit. En hinsvegar er hann mjög góður á líkamann og þá ekki síst hendur eftir óhreinindavinnu. Hægt er að nota smjörlíki eða olíu og bera á hendurnar, taka síðan kaffikorg og nudda vel.

    ReplyDelete