Nú er ég með sítt, dökk hár sem ég lita reglulega og vill verða svolítið þurrt í endana. Ég trimma það reglulega og djúpnæri en stundum nægir það ekki alveg svo ég hef sett oft "krullukrem" (er með náttúrulega liði í ofanálag) og allskonar krem fyrir hárið. Þau eru hinsvegar oft alveg fokdýr.
Allavega, ég var stödd í Bónus á dögunum sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að ég var að labba framhjá snyrtivörunum þegar ég mundi eftir þessu frábæra ráði!
Nivea kremið í bláu dollunum í hárið?!

Jú hljómar virkilega absúrd en trúið mér, hárið verður ansi flott bara.
Ég tek smá (og þá meina ég smá, smá) á puttana og nudda lófunum saman. (Kremið er svo skjannahvítt að maður verður að passa sig þegar maður er með dökkt hár)
Ég ber það svo í endana þegar hárið er þurrt og kannski aðeins yfir í restina.
Man nú ekki í svipinn hvað dollan kostar en það var allavega klink.
Hár er auðvitað misjafn en mitt verður allavega virkilega flott eftir þessa eðal Nivea meðferð!
Já, pjattrófurnar fjölluðu um þetta fyrir löngu, þú hefur eflaust lesið það þar.
ReplyDeleteEr það eitthvað verra vinan? Skiptir máli hvar ég heyrði eða las af því? :)
ReplyDeleteVáá...þetta líst mér vel á. Ég ætla að kippa einni dós með mér í næstu Bónus ferð og prófa þetta. Ég er einmitt með svo þurra enda :-)
ReplyDeletefleiri húsráð fyrir hárið: Kaldpressuð kókosolía frá Sollu grænu (fæst t.d í bónus bara) Er rosagóð í hárið! Þá htia ég olíuna aðeins upp og ber hana í blautt hárið eftir þvott. Er svo með hana í hálftíma c.a í hárinu. Skola og set sjampó og hárnæringu eftir á.
ReplyDeleteólífuolía er líka gott í þurrt hár. Svipuð meðferð nema þarf ekki að hita.
Svo hef ég heyrt að egg sé gott í hárið. Svipuð meðferð og með olíuna nema óþarfi að hita, bara hræra. Egg er líka gott í andlitið. Fyrst rauðan í andlitið og bíða í 5-10 mín. Skola, og svo hvítan. Bíða í 5-10 mín.
Nivea kremið kostaði 375 kr. síðast þegar ég gáði. Og af því að það þarf svo litið í hárið endist það og endist. Nota þetta alltaf í hárið á mér enda krulluhaus :)
ReplyDeleteTakk fyrir þetta ráð, var ekki búin að heyra af þessu.
ReplyDeleteAnnað sem hægt er að nota Nivea kremið eða babyolíu í það er að hreinsa vatnshelda maskarann af augnhárunum.