Sunday, October 18, 2009

Golden Rose?


Heyrði fyrst um þessar vörur frá vinkonu minni sem vinnur á snyrtistofu hér í bæ. Gleymdi þeim svo bara en þetta eru vörur sem eru víst seldar bara á snyrtistofum.

Hef ekkert kynnt mér þær en finnst þetta forvitnilegt merki, sérstaklega fyrir þær sakir hvað þetta eru ódýrar vörur og líta ekkert sérstaklega út fyrir vera drasl.

Endilega kommentið ef þið þekkið þetta eitthvað, er að spá í að kíkja betur á þær.

Golden Rose heimasíðan

Thursday, October 8, 2009

Hræbilleg lausn fyrir hárið!

Ég heyrði ráð einhverntíma fyrir löngu, líklega bara snemma í vor.

Nú er ég með sítt, dökk hár sem ég lita reglulega og vill verða svolítið þurrt í endana. Ég trimma það reglulega og djúpnæri en stundum nægir það ekki alveg svo ég hef sett oft "krullukrem" (er með náttúrulega liði í ofanálag) og allskonar krem fyrir hárið. Þau eru hinsvegar oft alveg fokdýr.

Allavega, ég var stödd í Bónus á dögunum sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að ég var að labba framhjá snyrtivörunum þegar ég mundi eftir þessu frábæra ráði!

Nivea kremið í bláu dollunum í hárið?!



Jú hljómar virkilega absúrd en trúið mér, hárið verður ansi flott bara.
Ég tek smá (og þá meina ég smá, smá) á puttana og nudda lófunum saman. (Kremið er svo skjannahvítt að maður verður að passa sig þegar maður er með dökkt hár)
Ég ber það svo í endana þegar hárið er þurrt og kannski aðeins yfir í restina.
Man nú ekki í svipinn hvað dollan kostar en það var allavega klink.

Hár er auðvitað misjafn en mitt verður allavega virkilega flott eftir þessa eðal Nivea meðferð!