Ég heyrði ráð einhverntíma fyrir löngu, líklega bara snemma í vor.
Nú er ég með sítt, dökk hár sem ég lita reglulega og vill verða svolítið þurrt í endana. Ég trimma það reglulega og djúpnæri en stundum nægir það ekki alveg svo ég hef sett oft "krullukrem" (er með náttúrulega liði í ofanálag) og allskonar krem fyrir hárið. Þau eru hinsvegar oft alveg fokdýr.
Allavega, ég var stödd í Bónus á dögunum sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að ég var að labba framhjá snyrtivörunum þegar ég mundi eftir þessu frábæra ráði!
Nivea kremið í bláu dollunum í hárið?!

Jú hljómar virkilega absúrd en trúið mér, hárið verður ansi flott bara.
Ég tek smá (og þá meina ég smá, smá) á puttana og nudda lófunum saman. (Kremið er svo skjannahvítt að maður verður að passa sig þegar maður er með dökkt hár)
Ég ber það svo í endana þegar hárið er þurrt og kannski aðeins yfir í restina.
Man nú ekki í svipinn hvað dollan kostar en það var allavega klink.
Hár er auðvitað misjafn en mitt verður allavega virkilega flott eftir þessa eðal Nivea meðferð!