Einmitt það sem ég hugsaði, hvað er það??
Ég er nú auðvitað enn í sumarfríi en langaði bara rétt að segja ykkur frá einu litlu leyndarmáli.
Ég skrapp í Krónuna í Lindum í dag, sem er í sjálfu sér klárlega ekkert merkilegt nema fyrir þær sakir að ég rambaði fram á einhvern snyrtivörustand í miðri búðinni.
Ekki einu sinni á sama stað og snyrtivörurnar eru geymdar. Ég er náttúrulega bara þannig að ég verð alltaf að skoða svona standa..
Þetta eru víst pólskar vörur og svo hrikalega hrrrææbillegar að ég varð að kaupa smá og prófa.
Og ég meina það, haldið ykkur þegar ég segi ykkur frá verðunum!
Ég keypti mér undurmjúkt púðurmeik á 699.- Naglalakk á 469.- og Augnskuggapallettu með fjórum litum á 679.-
Prófaði púðrið og það virðist vera virkilega gott bara, nema það er svolítið mikil ilmefni í því. Augnskuggarnir lofa góðu en ekki prófað þá almennilega og naglalakkið verður prófað á morgun. Umbúðirnar eru furðulega fínar bara og úrvalið í þessum fína standi er bara alveg frábært. Sá þarna hræbillega maskara sem gætu lofað góðu sem og margar tegundir af augnblýöntum sem virtust vera virkilega mjúkir og fínir.
Maskararnir voru á innan við þúsundkall og blýantarnir í kringum 3-400kr.
Skoðið þetta dömur,
Krónan í Lindum - Ingrid Cosmetics!