Saturday, May 16, 2009

Sothys Hreinsivatnið, tær snilld!

Ég get stundum verið ansi löt og mikill aðdáandi þess að hreinsun húðar taki sem stystan tíma (þó ég geti nú alveg tekið heilu kvöldin fyrir í heima-andlitsböð og almennt dekur en það er önnur saga)

Ég hef keypt hreinsivötn frá hinum ýmsu merkjum og líkað misvel. Fyrir þær sem ekki vita almennilega hvað hreinsivatn er þá er ég ekki að tala um andlitsvatn, heldur er þetta hreinsivara fyrir andlit sem er í raun þrennt í einu, hreinsir, andlitsvatn og augnfarðahreinsir í sama brúsanum. Sniðugt ha?

Ég datt niður á hreinsivatn frá Sothys um daginn, "Eau Thermale Spa-Velvet cleansing water", þetta vatn er mjög milt og gott, þróað í samvinnu við augnlækna skilst mér. Óóóótrúlega góð lykt af þessu og þetta kostar að mig minnir nákvæmlega 2096.- í Hagkaup. Passaði mig að sjálfsögðu að nýta mér Tax Free dagana svo ég fékk þetta með einhverjum 20% afslætti. Þessar vörur fást líka í Lyfju og mér sýnist vera mjög svipað verð hjá þeim.
Í brúsanum eru 200ml og sambærileg vara í öðrum merkjum fer ekki undir 3000 kallinn.



Ég nota þetta mest á morgnana. Þá er húðin ekkert sérlega óhrein en þarf samt að passa að hreinsa húðina vel, til þess að fjarlægja þau óhreinindi sem húðin losaði sig við þá um nóttina.
Og já, svona hreinsivötn endast mjög vel, þetta eru ekki nema kannski 2 "pumpur" á dag (á morgnana)

No comments:

Post a Comment