Tuesday, May 19, 2009

Sólarvörn!


Þetta er bara ekki smart er það?

Eitt af því mikilvægasta í umhirðu húðar er notkun sólarvarnar. Sólarvörn er eitt af því sem allar konur eiga að eiga nóg af yfir sumartímann og/eða ef stunduð er mikil útivist allt árið.
Þetta er það eina sem verndar húðina almennilega fyrir skaðlegum geislum sólarinnar og í raun er öll sólarvörn með faktor undir 10 vita gagnlaus en það má kannski deila um það.

Sú mýta sem virðist ganga á meðal íslenskra kvenna er sú að maður verður ekki brúnn af því að nota vörn.
Ég vil nota tækifærið hér og segja: What a load of crap! (eða á hinu ylhýra, kjaftæði! ;))
Það sem vörnin gerir er að lengja þann tíma sem þú getur verið úti í sólinni án þess að brenna, því ljósari húð því hærri faktor.
Vörnina skal bera á það húðsvæði sem verður fyrir geislum sólar, þó að þú sért ekki "vön" að brenna á fótunum t.d þá er samt mikilvægt að bera á þá.

Að verja húðina fyrir skaðlegum geislum sólarinnar kemur í veg fyrir ótímabæra öldrun húðarinnar, auk þess að verja hana fyrir sortuæxlum og fleiri tegundum húðkrabbameins. Því þótt að sólin sé dásamleg og hreinlega bara unaðslegt að sjá hana skína aftur getur hún verið ansi skaðleg því miður.


Sólarvarnir eru misdýrar og fást í mörgum merkjum og tegundum. Sjálf er ég hrifnust af Hawaiian Tropic en hún hefur almennt verið á viðráðanlegu verði og með svo góðri lykt.
Nivea er svo líka alltaf klassísk!

1 comment:

  1. Kudos fyrir þetta post.
    Svo þessi della með að "ég þarf enga sólarvörn, brenn aldrei" er ég orðin þreytt á að heyra, því það er ekki eini tilgangurnn með þeim, heldur að verja uppistöðuefni húðarinnar sem sólin eyðileggur ! So girls ef þið viljið ekki líta út eins og handtaska um fertugt, nota sólarvörn ALLTAF og krem og meik með spf.

    kv
    E

    ReplyDelete