Sunday, August 16, 2009

Komin!

Já og það fyrir löngu bara!
Við hjónin tókum okkur mánuð í sumarfrí og svo hefur maður verið í aðlögun eftir það. Frekar erfitt að byrja að vinna aftur þó maður sé alveg tilbúinn í það, svolítil þreyta verið að gera vart við sig sem útskýrir þá af hverju ég hef verið svona blogglöt.
En nú ætla ég að reyna að bæta úr því.

Nú er náttúrulega haustið að koma og þá er svo margt nýtt og skemmtilegt að gerast í tískunni. Minn uppáhalds árstími enda á ég afmæli í lok mánaðarins, búðir fullar af góssi og allir að koma misferskir úr sumarfríi, skólar að byrja. Bara allt að gerast!

Ég ætla að fara á stúfana núna, browsa síður og blöð. Skoða það nýjasta, heitasta og já, finna út hvernig er hægt að fara ódýru leiðina að glamúrnum.
Ætlum að vera úber flottar í vetur right? ;)

Gott að minna á svona eftir sumarfrí að nota mikið af bodylotion eftir öll sólböðin. Húðin verður svo þurr eftir mikla sól auk þess sem brúnkan endist lengur.

Þangað til næst!

4 comments:

  1. Hmmmm... Bloggleysið er sko ekki að gera sig :-(

    ReplyDelete
  2. hmm... ertu hrfin? Kíki við á hverjum degi en ekkert :/

    ReplyDelete
  3. tek undir það, ég vil ný blogg.

    ReplyDelete
  4. Það er sennilega engin fegurð á fjárlögum þessa dagana, allir með ljótuna!

    ReplyDelete